top of page

Hvar er byggð á Íslandi?

Updated: Apr 27, 2020

Nú hefur bæst við á vefsja.is þekja sem gefur yfirsýn yfir hvar byggð er á Íslandi.

Teiknaðar eru hálfgegnsæjar doppur utan um byggingar sem sýna hvar byggðin er. Allar byggingar eru sýndar, óháð hlutverki þeirra. Byggt á staðfangaskrá Þjóðskrár, en staðfang getur svarað til heimilis, samkomuhúss, verslunar, vinnustaðar, útsýnisstaðar o.fl. Á kortinu sést að í sumum tilfellum er um að ræða eyðibýli eða jafnvel bara tóft en það gerir ekki til. Þar sem einhver byggð er að ráði myndast þéttar og samfelldar rauðar skellur. Áhugavert er að sjá hvernig byggðin dreifist um landið.

bottom of page