top of page

Erindi Alta á NOVATECH ráðstefnunni 2016 um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausnaNOVATECH ráðstefnan um sjálfbærar leiðir í ofanvatnsmálum er ein sú stærsta og virtasta á sínu sviði í heiminum. Hún er haldin í Lyon þriðja hvert ár þar sem sérfræðingar og áhugafólk um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna hittist og ber saman bækur sínar um "Best Practise" og tækifæri til framþróunar. Að þessu sinni hélt Halldóra Hreggviðsdóttir hjá Alta fyrirlestur um innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna í Urriðaholti í Garðabæ, sem vakti áhuga sem eftirtektavert dæmi um farsæla innleiðingu. Sjá hér grein í ráðstefnuritinu sem Halldóra og Herborg Árnadóttir hjá Alta rituðu um ofanvatnslausnir í Urriðaholti.

Það ljóst að það er mikill áhugi og gerjun er á sviði blágrænna ofanvatnslausna og tækifæri fyrir sveitarfélög alls staðar í heiminum til að nýta sér þessar leiðir til að lækka kostnað í fráveitumálum, grænka bæi og gera umhverfið heilsusamlegra fyrir íbúa og náttúru. Urriðaholtið er gríðarlega gott fordæmi hérlendis sem sveitarfélög um allt land geta byggt á.

bottom of page