top of page

Unga fólkið spáir í framtíðina



Um miðjan nóvember sl. var ungu fólki úr Dalabyggð, Reykhólahreppi og Strandabyggð boðið til spjalls í tengslum við gerð svæðisskipulags sem unnið er að fyrir sveitarfélögin þrjú. Tilgangur fundarins var að ræða tengsl unga fólksins við heimahagana og sýn þeirra á framtíð svæðisins. Samhljómur var hjá unga fólkinu um upplifun þeirra af heimahögunum, sem tengist náttúrufegurð, sveitalífi, friði og ró, samveru með fjölskyldu og vinum og nánum tengslum við náttúruna. Fram kom að svæðið byði upp á fjölmörg tækifæri til að skapa.

Efni fundarins verður nýtt við að móta stefnu í byggða- og skipulagsmálum sem styrkir ímynd svæðisins, en mikilvægt er að svæðisskipulagsverkefnið taki mið af rödd ungu kynslóðarinnar. Skipulagsráðgjafar frá Alta leiddu umræður fundarins og á vef verkefnisins samtakamattur.is, er að finna samantekt af fundinum, sjá nánar hér.

Á vef Skessuhornsins var síðan einnig að finna fróðlega samantekt af fundinum, sjá hér.


bottom of page