top of page

Hvað brennur helst á Sunnlendingum í umhverfis- og auðlindamálum?



Sunnlendingar telja brýnt að stýra betur sínum umhverfis- og auðlindamálum. Því er verið að móta stefnu á þessu sviði og sjá Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) um þá vinnu. Fyrsta skrefið er að greina hvaða viðfangsefni eru brýnust og heldur SASS því nú sjö samráðsfundi í ágúst og september víðsvegar um landshlutann fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila.

Við hjá Alta sjáum um samráðsfundina og kynnum jafnframt, hvernig marka má stefnu um umhverfis- og auðlindamál, hvaða tækifæri geti falist í vel ígrundaðri stefnu og förum yfir góð dæmi víðsvegar að í heiminum. Nánari upplýsingar eru hér á vef SASS.


bottom of page