top of page

Svona unnum við 2018


Alta hefur tekið saman skýrslu um umhverfis- og samfélagsleg áhrif starfsemi sinnar í samræmi við skilmála UN Global Compact síðustu 10 ár og það er okkur afar mikilvægt. Skýrsluna fyrir árið 2018 má finna hér. Með þessari árlegu samantekt er litið yfir farinn veg og árangur síðustu ára um leið og við leitum tækifæra til að bæta okkur.

Skýrslur um frammistöðuna eru sendar árlega til UN Global Compact. Við höfum verið virkir félagar síðan 2009, næst lengst af öllum fyrirtækjum á Íslandi.

Segja mætti að áhrif Alta á umhverfi og samfélag séu tvíþætt, annarsvegar í gegnum okkar eigin áhrif sem starfsmenn og hinsvegar í gegnum ráðgjafastörf okkar í umhverfis- og skipulagsmálum þar sem þessi mál eru rauður þráður. Við fylgjumst vel með því nýjasta sem er að gerast á þessum sviðum og leggjum áherslu á að nýta þekkingu okkar og reynslu til að aðstoða viðskiptavini okkar.



bottom of page