top of page

Austurland - svæði góðra heimkynna, sterks samfélags, sóknarfæra og ævintýra

Updated: Mar 31, 2022

Fyrsta svæðisskipulag fyrir heilan landshluta -

Alta fékk það ánægjulega verkefni í byrjun árs 2021 að aðstoða svæðisskipulagsnefnd Austurlands við að móta svæðisskipulagsáætlun fyrir landshlutann. Nú hefur tillaga verið birt til kynningar og send til fjölmargra aðila til umsagnar.


Svæðisskipulagsáætluninni er ætlað að stuðla að því að Austurland verði æ eftirsóknarverðara til búsetu, starfa og ferðalaga með því að setja fram sameiginleg markmið sveitarfélaganna á sviði umhverfis, efnahags, samfélags og menningar. Viðfangsefnin á hverju sviði eru skilgreind út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, landsskipulagsstefnu og svæðisbundnum áskorunum.


Sem langtíma stefnumarkandi áætlun verður svæðisskipulaginu framfylgt með aðal- og deiliskipulagi og öðrum áætlunum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi og einstakra sveitarfélaga, s.s. sóknaráætlun og áfangastaðaáætlun og framkvæmda- og fjárhagsáætlunum sveitarfélaganna.


Einnig er stefnuskjölum landshlutans og hvers sveitarfélags í einstökum málaflokkum ætlað að innleiða stefnu svæðisskipulagsins, s.s. loftslagsstefnu, menningarstefnu og fjölskyldustefnu.






bottom of page