top of page

Austurland - Svæðisskipulag



Alta aðstoðar nú Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA) við mótun svæðisskipulags. Áhersla er á:

  • Austurland sem ákjósanlegan stað til búsetu og atvinnusóknar sem og áhugaverðan stað til að sækja heim.

  • Þróun sem byggi í mun ríkari mæli á því sem nú þegar er til staðar á Austurlandi; náttúru, sögu, menningu, bæi og íbúa – sem uppsprettu hugmynda.

  • Skýr tengsl við Áfangastaðaáætlun Austurlands og nánari útfærslu m.t.t. skipulagsmála. Hluti af því er að skilgreina perlur Austurlands, framtíðarnýtingu þeirra, verndun og samspil.

  • Leiðbeiningar fyrir aðalskipulagsgerð hvað varðar staðsetningu og heildarsvip ferðamanna-/áfangastaða Austurlands , helstu gönguleiðir og slóða.

Á aðalfundi Austurbrúar þann 3. júní 2021 kynntu Matthildur og Elín frá Alta, hvernig viðfangsefni og uppbygging svæðisskipulags hefur verið að mótast. Einnig var farið yfir helstu sjónarmið og áherslur fyrir einstök viðfangsefni, sem fram hafa komið í umræðum á fundum svæðisskipulagsnefndar til þessa. Sá efniviður verður ræddur og mótaður frekar á næstu mánuðum við mótun vinnslutillögu. Sjá nánar á vef Austurbrúar.




bottom of page