top of page

Ásbrú - Framtíðarsýn

Alta hefur verið að vinna að gerð rammaskipulags fyrir Ásbrú í Reykjanesbæ. Nú er fyrri hluta vinnunnar lokið, svokölluð forsögn að rammaskipulagi, sem hefur verið kynnt í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Þar eru teknar saman helstu áskoranir og tækifæri fyrir Ásbrú og sett fram drög að framtíðarþróun. Forsögnin verður nýtt sem grunnur í samtali við hagsmunaaðila þar sem yfirlit fæst um þarfir þeirra og væntingar til þróun hverfisins. Í framhaldi verður rammaskipulag unnið með nánari skipulagshönnun hverfishluta og þróunarreita. Settar verða fram áætlanir og vörður fyrir framtíðaruppbyggingu innviða, s.s. skóla, sundlaug, íþróttaaðstöðu, menningar- og félagsstarfsemi, auk fjölbreyttra viðburða. Samhliða verður unnið að því að styrkja staðarandann í hverfinu. Með þessu verður tryggt að Ásbrú verði aðlaðandi hverfi til að búa og starfa í.


Lykilatriði úr forsögninni munu vera til sýnis á Ljósanótt í Reykjanesbæ 4.-8. september og þar verður vettvangur fyrir almenning að koma með hugmyndir og ábendingar. Sýningin verður í bókasafni Reykjanesbæjar í Ráðhúsinu, Tjarnargötu 12.




bottom of page