top of page

Þéttleiki og nýting

Alta hefur þróað sérhæfðan hugbúnað sem áætlar þéttleika og ýmsar stærðir bæði núverandi og nýrrar byggðar

Hugbúnaður Alta nýtist til að átta sig á yfirbragði og eiginleikum byggðar áður en farið er í nákvæma, tímafreka og kostnaðarsama hönnun. Hann nýtir eiginleika landupplýsingakerfa og þekkt fordæmi til að áætla mögulegan kostnað og hagnað af uppbyggingu samhliða því að fá tilfinningu fyrir yfirbragði nýrrar byggðar.

Greiningarvinna

Í greiningarvinnunni sýnum við m.a. mögulega uppbyggingarkosti og raunhæfar tilgátur um byggingarmagn, dreifingu byggingarmagns og fjölda og gerð íbúða. Dæmi um þetta má sjá í samantekt okkar um þéttleika byggðar á ýmsum svæðum í Reykjavík. Samhliða fást magntölur um umfang innviða s.s. gatna, bílastæða, opinna svæða, skóla, íþróttasvæða o.s.frv. Byggðalíkanið getur nýst við skipulagsgerð á öllum skipulagsstigum. 

Verðmæti uppbyggingar

Með þessu fæst á fljótlegan hátt yfirsýn yfir verðmæti uppbyggingar og mögulegan skipulagshagnað fyrir ólíka uppbyggingarkosti. Það er svo grunnur fyrir frekari ákvarðanir um þróun til framtíðar og  getur nýst til samninga milli hagaðila. Auðvelt er að prófa tilgátur og mismunandi stefnu um þróun byggðar. 

Yfirbragð byggðar

Samhliða greiningarvinnunni er byggðin myndgerð í þrívídd til að ná fram skilningi á yfirbragði og rýmismyndun.

Þéttleiki byggðar, sem dæmi, getur birst á mjög mismunandi hátt eins og sjá má hér í samantekt um þéttleika byggðar á mismunandi svæðum á höfuðborgarsvæðinu.

Íbúar á hektara á höfuðborgarsvæðinu
Mismunandi yfirbragð byggðar og þéttleiki

Tengd verkefni

bottom of page