Landupplýsingar

Landupplýsingar veita mikilvæga innsýn og styðja við ákvarðanatöku um nýtingu lands, vernd, þróun byggðar og samfélagsgerð

Alta nýtir landupplýsingar markvisst í starfi sínu. Við greinum fjölbreytilegar landupplýsingar og samspil þeirra til að styðja við stefnumótun og undirbyggja traustar forsendur ákvarðanatöku.

Oft verða til nýjar landupplýsingar í störfum okkar, t.d. um afmörkun skipulagsákvarðana - sem nefnt er stafrænt skipulag.

Hagnýting og greining

Landupplýsingar eru gögn um hvaðeina sem á sér staðsetningu eða afmörkun og halda þarf til haga margþættum upplýsingum um.

Dæmi: Lagnir í jörðu, rotþrær, tófugreni, skólaakstursleiðir, skipulagsreitir, lóðamörk, sveitarfélagamörk, friðlýst hús, hæðarlínur og ótalmargt fleira sem snýr að viðfangsefnum sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja.

 

Landupplýsingar eru jafnframt mikilvægar fyrir stafrænt skipulag auk vefsjáa og kortagerðar.

Aðstoð við opinn hugbúnað

Við leggjum líka mikið upp úr því að aðstoða viðskiptavini okkar við að tileinka sér landupplýsingar og vinnslu þeirra. Öll sveitarfélög og flestar stofnanir ættu að skilja eðli þeirra og notagildi. Hér eru upplýsingar um námskeið sem við bjóðum á þessu sviði.

Við getum aðstoðað við innleiðingu og rekstur landupplýsingahugbúnaðar sem er opinn og án leyfisgjalda, einkum QGIS, PostGIS, Geoserver og OpenLayers.

Hafsvæði landupplýsingar
Lanupplýsingar - auðlindir ferðaþjónustunnar

Spurt og svarað um landupplýsingar

Hvað eru landupplýsingar?


Landupplýsingar (stundum kallaðar kortagögn) eru gögn um hvaðeina sem á sér staðsetningu eða afmörkun og halda þarf til haga upplýsingum um. Birtingarmynd landupplýsinga yfirleitt sem kort, myndrænar greiningar eða vefsjár.
Hvernig eru landupplýsingar nýttar?


Landupplýsingakerfi henta mun betur til að halda utan um margvíslegar upplýsingar en þau teiknikerfi sem mest hafa verið notuð hérlendis og yfirleitt fáir hafa aðgang að, t.d. byggingarfulltrúi eða aðrir sérfræðingar. Mestu skiptir að haldið sé utan um gögn með skipulegum hætti og í því liggur mesta vinnan. Landupplýsingakerfi eru því vel til þess fallin að koma aga og skipulagi á utanumhald þar sem ein miðlæg uppspretta þjónar öllum sem nýta gögnin. Það er ekkert sem kemur í veg fyrir að sveitarfélög og stofnanir hafi þessa umsýslu alla hjá sér og sérstaklega mikilvægt að forræði þeirra yfir öllum gögnum sé ótvírætt. Sveitarfélög í nágrannalöndunum nýta möguleika landupplýsingakerfa markvisst og notkun þeirra er sífellt að færst í aukanna hjá íslenskum sveitarfélögum.
Hvar er landupplýsingum miðlað?


Auðvelt og ódýrt er að setja upp vefsjár til að miðla upplýsingum. Vefsjár geta verið eins margar og þarf, þannig að hver þjóni sínum notendahópi sem best, t.d. íbúum, ferðafólki eða starfsfólki bæjarskrifstofu. Stofnanir ríkisins eru í vaxandi mæli að miðla landupplýsingum á sínu sérsviði, t.d. um náttúrufar og innviði, þannig að allir geta nýtt þær án endurgjalds. Mjög margt er aðgengilegt nú þegar, sjá t.d. upplýsingar í vefsjá fyrir skipulags- og umhverfismál sem Alta hefur útbúið, https://vefsja.is. Dæmi um sérsniðnar vefsjár Alta eru: Vefsjá Grundarfjarðarbæjar Skipulagsvefsjá Vestmannaeyjabæjar Vefsjá Fjarðabyggðar fyrir haf- og strandsvæði Vefsjá Ferðamálastofu Þjónustukort Byggðastofnunar
Hvernig er unnið með landupplýsingar?


Unnið er með landupplýsingar í landupplýsingakerfum. Það er hugbúnaður sem notaður er til að skrá þessar upplýsingar og teikna mörk eða staðsetningar. Hugbúnaðinn má líka nota til að skoða upplýsingar á einfaldan og myndrænan hátt. Fáanlegur er landupplýsingahugbúnaður sem er afar öflugur og vandaður en jafnframt opinn og ókeypis - ekki þarf að kaupa nein leyfi og allir geta notað sem vilja.
Hvaða þjónustu býður Alta upp á á sviði landupplýsinga?


Hjá Alta er mikil þekking og reynsla á sviði landupplýsinga. Við seljum engin kerfi, gögn eða hugbúnað en við getum aðstoðað við að greina kjarnann frá hisminu. Við getum líka kennt starfsfólki og aðstoðað við uppsetningu kerfa eftir því sem þarf, hvort sem það er heildarlausn, þjálfun eða stök viðvik. Þetta er einfaldara en sýnist. Við sjálf notum landupplýsingakerfi mikið innanhúss í fjölbreyttum verkefnum á sviði umhverfis og skipulags. Við sjáum tækifæri til að nýta landupplýsingar og vefsjár í mun ríkari mæli.

Tengd verkefni

Aðstoð við innleiðingu stafræns skipulags

Auðlindir ferðaþjónustunnar

Höfuðborgarsvæðið - Greiningar og vefsjá

Gerð byggðarlíkana við mótun byggðar

Efnistaka af hafsbotni

Efnistökusvæði á hafsbotni í Fjarðabyggð

Námskeið um landupplýsingar

Íbúasamráð við gerð þróunaráætlunar Keflavíkurflugvallar

Hafsvæði í Fjarðabyggð

Þjónustukort Byggðastofnunar

Kortagerð - útivist og örnefni

Norðurstrandarleið - The Arctic Coast Way