Landupplýsingar
Landupplýsingar veita mikilvæga innsýn og styðja við ákvarðanatöku um nýtingu lands, vernd, þróun byggðar og samfélagsgerð
Alta nýtir landupplýsingar markvisst í starfi sínu. Við greinum fjölbreytilegar landupplýsingar og samspil þeirra til að styðja við stefnumótun og undirbyggja traustar forsendur ákvarðanatöku.
Oft verða til nýjar landupplýsingar í störfum okkar, t.d. um afmörkun skipulagsákvarðana - sem nefnt er stafrænt skipulag.
Hagnýting og greining
Landupplýsingar eru gögn um hvaðeina sem á sér staðsetningu eða afmörkun og halda þarf til haga margþættum upplýsingum um.
Dæmi: Lagnir í jörðu, rotþrær, tófugreni, skólaakstursleiðir, skipulagsreitir, lóðamörk, sveitarfélagamörk, friðlýst hús, hæðarlínur og ótalmargt fleira sem snýr að viðfangsefnum sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja.
Landupplýsingar eru jafnframt mikilvægar fyrir stafrænt skipulag auk vefsjáa og kortagerðar.
Aðstoð við opinn hugbúnað
Við leggjum líka mikið upp úr því að aðstoða viðskiptavini okkar við að tileinka sér landupplýsingar og vinnslu þeirra. Öll sveitarfélög og flestar stofnanir ættu að skilja eðli þeirra og notagildi. Hér eru upplýsingar um námskeið sem við bjóðum á þessu sviði.
Við getum aðstoðað við innleiðingu og rekstur landupplýsingahugbúnaðar sem er opinn og án leyfisgjalda, einkum QGIS, PostGIS, Geoserver og OpenLayers.

