top of page

Námskeið um blágræna innviði

Alta býður upp á grunnnámskeið um ávinning þeirra, virkni og að hverju þarf að huga við farsæla innleiðingu, í samstarfi við ENDURMENNTUN HÍ

Untitled-Artwork (5).jpg

I. Grunnnámskeið: um blágræna innviði,
   ávinning, virkni og farsæl innleiðing

Innleiðing blágrænna innviða er ný leið við meðferð ofanvatns í byggð og samþættingu þess við græn svæði og skipulag byggðar. Þeir leiða til grænkunar byggðar og heilsusamlegra umhverfis fyrir náttúru og samfélag -auk hreinsunar vatns og bættra loftgæða. Líffræðilegur fjölbreytileiki bæja eykst, svo og kolefnisbinding um leið og dregið er úr áhrifum loftslagsbreytinga á byggð. 


Ávinningurinn er því margþættur en innleiðing krefst nýrrar hugsunar við skipulag byggðar og samstarfs við íbúa og fagfólk. Blágrænir innviðir eru orðnir óaðskiljanlegur hluti sjálfbærrar bæjar- og borgarhönnunar. 

 

Á námskeiðinu er fjallað um:

  • Hvernig blágrænar innviðir virka og samspil við græn svæði.

  • Helsta ávinning þeirra og hvar þeir henta.

  • Hvernig þeir virka í íslensku umhverfi og niðurstöður nýjustu rannsókna Háskóla Íslands á því sviði.

  • Leiðir við innleiðingu í nýrri eða eldri byggð og helstu skref við skipulag og hönnun.

  • Rekstur og viðhald.

  • Dæmi um notkun þeirra hérlendis og erlendis.

  • Breytingar á starfsháttum og samvinnu við íbúa, starfsfólk og kjörna fulltrúa við innleiðingu.

 

Ávinningur þinn:

Eftir námskeiðið getur þátttakandi:

  • Útskýrt hvernig blágrænar innviðir virka, þekkir ávinning þeirra og séð hvar þeirra er þörf.

  • Áttað sig á helstu skrefum við skipulag, hönnun og innleiðingu og hvernig hægt er að byrja smátt. 

 

Fyrir hverja:
Námskeiðið er einkum ætlað kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga sem tengist skipulagsmálum, veitum og umhverfismálum. Einnig fagfólki s.s. skipulagsfræðingum, borgarhönnuðum, arkitektum, landslagsarkitektum, verkfræðingum, jarðfræðingum, líffræðingum og garðyrkjufólki. Áhugafólk um grænni bæi, fræðimenn, kennarar og íbúar ættu einnig að finna eitthvað við sitt hæfi.

Leiðbeinandi:
Halldóra Hreggviðsdóttir ráðgjafi hjá Alta. Hún hefur víðtæka reynslu af skipulagi á og innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna.  Halldóra verkstýrði fyrstu innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna í heilt hverfi á Íslandi, Urriðaholt í Garðabæ. Hún hefur leitt innleiðingu á fleiri stöðum og haldið fjölda fyrirlestra og námskeið um blágræna innviði og ofanvatnslausnir m.a. hjá SAMORKU, VAFRÍ, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, SATS, Novatech, NORDIWA 2021 og víðar, á endurmenntunarnámskeiðum hjá NTNU og HÍ, verið leiðbeinandi í umhverfis- og byggingarverkfræði hjá HÍ. Halldóra hefur einnig leiðbeint og verið prófdómari í masterverknum í umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ á sviði blágrænna ofanvatnslausna.

Gestakennari er Dr. Hrund Ólöf Andradóttir prófessor í vatnsveitu og fráveitufræðum í Umhverfis- og byggingarverkfræði hjá Háskóla Íslands. Hrund hefur leitt tímamótarannsóknir á sviði blágrænna innviða á Íslandi og kennir hönnun blágrænna ofanvatnslausna í námskeiði HÍ í vatns- og fráveitufræðum. Nánari upplýsingar hér.

 

Þetta er 4 klukkustunda fjarnámskeið. 

Skráning og verð hjá ENDURMENNTUN. 

Halldóra Hreggviðsdóttir - 2014 -3.jpg
Hrund_Olof.jpg

II. Sérsniðin námskeið um blágrænar ofanvatnslausnir
haldin eftir samkomulagi

Auk þess býður Alta upp á sérsniðið námskeið um blágræna innviði.

 

Leiðbeinandi: Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi hjá Alta.

Frekari upplýsingar á namskeid@alta.is

4stodir-01.PNG
Graf-01.png
yfirlit1-01.png
image002.jpg

Auk þess býður Alta upp á sérsniðin námskeið um blágrænar ofanvatnslausnir aðlöguð að þörfum hverju sinni. 
 
Leiðbeinendur:

Halldóra Hreggviðsdóttir og Hólmfríður Bjarnadóttir, ráðgjafar hjá Alta. 

Frekari upplýsingar veittar á namskeid@alta.is

Námskeið um samráð og þátttöku íbúa

Alta býður námskeið um markvisst samráð og samstarf við hagaðila, sem er ein lykil forsenda farsælla ákvarðana í fjölmörgum sviðum. 

Námskeið um landupplýsingar

Alta leiðbeinir um hagnýtingu landupplýsinga hjá sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum, með áherslu á notkun opins og gjaldfrjáls hugbúnaðar QGIS. Auk QGIS kennum við á Postgresql/PostGIS og Geoserver.

Skýring 2020-03-29 095538.png

Námskeið um landupplýsingar

Alta leiðbeinir um hagnýtingu landupplýsinga hjá sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum, með áherslu á notkun opins og gjaldfrjáls hugbúnaðar QGIS. Auk QGIS kennum við á Postgresql/PostGIS og Geoserver.

Skýring 2020-03-29 095538.png
bottom of page