top of page

Náttúrulegt leiksvæði í Hvalfirði



Náttúrleg leiksvæði njóta nú vaxandi vinsælda víða um heim og risið hafa upp hreyfingar sem beyta sér fyrir fjölgun slíkra leiksvæða á kostnað hinna hefbundnu. Náttúruleg leiksvæði falla mun betur að landi en hefðbundin og hvetja börn til uppgötvana í sjálfu umhverfinu, flóru og fánu. Náttúruleg leiksvæði auka þannig á reynsluheim barna sem í auknum mæli dvelja í tilbúnu umhverfi. Í Hlíðarbæ í Hvalfjarðarsveit er búið að útbúa náttúrulegt leiksvæði. Alta hafði umsjón með skipulagi og verkeftirliti en Stokkar og steinar sáu um smíði og uppsetngu leiktækjanna. Öll leiktækin, kofi, sandkassi, jafnvægisslá og þrautabraut, eru gerð úr Íslenskum viði úr Skógræktinni í Skorradal og falla vel í kjarrivaxið umhverfið. Í námunda við leiktækin eru bláber og hrútaber og kjarrið sjálft býður uppá spennandi uppgötvanir fyrir þau börn sem bregða þar á leik.


bottom of page