Kynning á skipulagstillögu fyrir Sauðárkrók
Fjölmenni var á íbúafundi um skipulagsmál á Sauðárkróki sem haldinn var mánudaginn 23. nóvember. Á fundinum kynnti ráðgjafarfyrirtækið Alta tillögur að nýju aðalskipulagi fyrir Sauðárkrók ásamt rammaskipulagsuppdrætti sem er hugsaður sem leiðbeinandi fyrir deiliskipulagsgerð. Tillögurnar eru ennþá á vinnslustigi en gert er ráð fyrir að tillaga til formlegrar auglýsingar skv. skipulags- og byggingarlögum líti dagsins ljós í byrjun næsta árs. Skipulagsvinnan hófst með íbúaþingi