top of page

Lokaúttekt á jarðvarmaverkefni í NíkaragúaHalldóra Hreggviðsdóttir hjá Alta og Stefán Arnórsson prófessor, hafa unnið lokaúttekt þar sem metinn var árangur samvinnuverkefnis Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og stjórnvalda í Níkaragúa, við uppbyggingu þekkingar hjá stjórnvöldum á sviði jarðhita, frá 2007 - 2012. Það var afar ánægjulegt að kynnast því góða starfi sem Þróunarsamvinnustofnun hefur unnið að með stjórnvöldum í Níkaragúa og fá tækifæri til að sjá þann árangur sem þegar hefur náðst, en helstu niðurstöður lokaúttektarinnar eru þær að árangur þessa starfs hafi verið mjög góður. Úttektina má finna á vef Þróunarsamvinnustofnunar á ensku og spænsku.

bottom of page