top of page

Viðkomustaðir og myndatökustaðir


Á ferðamálaþingi 2015, sem haldið var á Akureyri 28. október, var sýnt kort sem sýnir dæmi um samsetningu landupplýsinga úr ólíkum áttum í samhengi við viðkomustaði sem söfnuðust í átaksverkefninu "Kortlagning auðlinda ferðaþjónustunnar". Tilgangur kortsins var að sýna hve gagnleg landupplýsingakerfi geta verið við að greina landfræðileg gögn í ýmsu samhengi. Sérstaklega var vakin athygli á því að samfélagsmiðlar bjóða upp á að sótt séu gögn sem safnast hjá þeim og fela í sér upplýsingar um staðsetningu notandans. Þetta getur verið gagnlegt í samhengi við skipulag og fleira.

Kortið hér fyrir neðan er ný útgáfa af kortinu sem sýnt var á Ferðamálaþingi. Þar eru sett saman gögn frá Landmælingum Íslands (strandlína og vegakerfi úr IS50V) og áhugaverðir viðkomustaðir sem söfnuðust í átaksverkefninu, ásamt með staðsetningu rúmlega 211 þúsund hnitsettra ljósmynda sem aðgengilegar eru á Flickr ljósmyndavefnum og teknar voru á árunum 2008-2014. Spurst hefur verið fyrir um þetta kort og er það því birt sérstaklega hér. Fyrir neðan hefur verið bætt korti af myndatökustöðum í Reykjavík.

Smelltu á myndirnar til að sjá stærri útgáfu. Myndatökustaðirnir eru sýndir með bláum deplum sem eru næstum gegnsæir en ef margar myndir hafa verið teknar á sama stað leggjast deplarnir saman og "þykkna" þannig að dimmblár depill þýðir að þar hafa verið teknar margar myndir.


Hér fyrir neðan eru sýndir myndatökustaðir í Reykjavík:


Smelltu hér til að sjá hvernig myndatökustaðirnir breytast eftir mánuðum.

bottom of page