top of page

Fjarðabyggð hyggur á stórfellda uppbyggingu Mjóeyrarhafnar

Hafnar- og iðnaðarsvæðið Mjóeyrarhöfn er stærsta hafnar- og iðnaðarsvæði á Austurlandi og Mjóeyrarhöfn jafnframt ein stærsta vöruflutningahöfn landsins. Samkvæmt ný samþykktu deiliskipulagi Mjóeyrarhafnar, sem Alta aðstoðaði Fjarðabyggð við, verður farið í stórfellda uppbyggingu á Mjóeyrarhöfn. Landfylling verður stækkuð til mun, hafnarkanturinn lengdur úr 385m í 985m, lóðum á hafnarsvæðinu fjölgað og þannig búið um hnútana að hægt verður að taka við skipum með djúpristu allt að 13,5m við Mjóeyrarhöfn.

Við óskum Fjarðabyggð til hamingju með áfangann.

Comments


bottom of page