Hafnar- og iðnaðarsvæðið Mjóeyrarhöfn er stærsta hafnar- og iðnaðarsvæði á Austurlandi og Mjóeyrarhöfn jafnframt ein stærsta vöruflutningahöfn landsins. Samkvæmt ný samþykktu deiliskipulagi Mjóeyrarhafnar, sem Alta aðstoðaði Fjarðabyggð við, verður farið í stórfellda uppbyggingu á Mjóeyrarhöfn. Landfylling verður stækkuð til mun, hafnarkanturinn lengdur úr 385m í 985m, lóðum á hafnarsvæðinu fjölgað og þannig búið um hnútana að hægt verður að taka við skipum með djúpristu allt að 13,5m við Mjóeyrarhöfn.
Við óskum Fjarðabyggð til hamingju með áfangann.
Comments