top of page

Leiðarhöfði - upp og niður og allt um kring

Alta og sænska stofan Mandaworks tóku þátt í hugmyndaleit um skipulag og hönnun á opnu svæði við Leiðarhöfða á Höfn í Hornafirði. Samkeppnin var haldin í samvinnu við Félag íslenskra landslagsarkitekta, FÍLA. Hér að neðan er okkar tillaga og hér má sjá hinar tillögunar og dómnefndarálit.


Markmiðið með tillögunni var að varðveita núverandi upplifun og útsýni á Leiðarhöfða, auka landslagsupplifun umhverfis höfðann og bæta aðgengi á svæðinu. Áhersla er á að lífríki og gróðurfar fái að njóta sín innan um hógvært stígakerfi og áningarstaði. Hugmyndin byggir á að varðveita, og um leið dýpka, núverandi upplifun og útsýni. Vegfarendur eru leiddir kringum höfðann með hringlaga bryggju, Höfðabryggju, sem aðlöguð hefur verið að núverandi landslagi. Á flatlendinu er gert ráð fyrir tveimur minni byggingum, nestishúsi og fuglaskoðunarhúsi. Bílastæðum er komið fyrir á norðaustur hluta svæðisins og gert er ráð fyrir byggingarreit þjónustuhúss við Sandbakkaveg. Höfðatjörn er endurvakin sem dvalarsvæði fyrir fugla.Dómnefndarálit:

Tillagan er í senn hófleg og lágstemmd gagnvart náttúru og umhverfi sínu og undirstrikar sérstöðu Leiðarhöfða. Um leið tekur hún ríkt tillit til náttúru og landslagseinkenna á svæðinu. Útfærsla Höfðabryggju er vel útfærð og gerð góð skil í tillögunni, form bryggjunnar er einfalt en um leið áhrifamikið og er líklegt til þess að laða að gesti og um leið auka upplifun þeirra af Leiðarhöfða. Stígakerfið fellur vel að núverandi strandstíg. Hugmyndir um endurvakningu Höfðatjarnar sem skautasvells að vetri og dvalarsvæði fyrir fugla á öðrum árstímum þykir sterk. Staðsetningu og lögun bygginga og byggingareits hefði mátt veita meiri athygli ásamt því að ítarlegri útfærsla og nánari hönnun á strandlengjunni vestanverðri og opnu svæði á flatlendi hefði styrkt tillöguna til muna.

Comentários


bottom of page