top of page

Prestaköll og virkjanir á vefsja.is

Updated: May 14, 2020

Við erum alltaf á höttunum eftir áhugaverðum gögnum til að sýna á vefsja.is. Við höfum nýlega bætt við tveimur nýjum gagnasettum og uppfært eitt.

Undir "Sögulegt efni" má nú sjá afmörkun prestakalla fyrir árin 1801, 1890, 1920 og 1970. Þessi gögn byggja á fræðastarfi Bjarkar Ingimundardóttur sem hlaut viðurkenningu Hagþenkis fyrir ritverk sitt Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi þann 4. mars s.l. Við hjá Alta aðstoðuðum við kortlagningu prestakallanna eftir forsögn Bjarkar. Auk þess að vera áhugaverð heimild um samfélag fyrri alda eru prestaköllin lykill að prestþjónustubókum og sóknarmannatölum, sem eru sagnfræðingum ómetanlegar heimildir.

Hin tvö gagnasettin eru af allt öðru tagi en þau er að finna undir "Orka og auðlindir". Við þann efnisflokk hafa bæst virkjanakostir í 3. áfanga Rammaáætlunar, en þeir eru sýndir eftir niðurstöðu verkefnisstjórnar um flokkun í orkunýtingar-, bið- og verndarflokk. Við höfum líka fengið ný gögn frá Orkustofnun um virkjanir (hét áður raforkuver).

Comments


bottom of page