Vestmannaeyjar - Brennslu- og orkunýtingarstöð

Umhverfismati ásamt deiliskipulagi móttökustöðvar lokið

Vestmannaeyjabær undirbýr uppsetningu á brennslustöð fyrir óflokkaðan úrgang á lóð móttökustöðvar fyrir úrgang í Eyjum. Skipulagsstofnun hefur gefið út álit sitt vegna mats á umhverfisáhrifum á móttöku, brennslu- og orkunýtingarstöð úrgangsefna fyrir Vestmannaeyjabæ. Alta var ráðgjafi Vestmanneyjabæjar í umhverfismatinu og vann samhliða nýtt deiliskipulag fyrir móttökustöðina.


Aðstaða til móttöku úrgangs hefur verið stórbætt. Lóð móttökustöðvarinnar hefur verið endurskipulögð í deiliskipulaginu og nýju móttökusvæði fyrir flokkaðan úrgang, meðhöndlunar-, flokkunar- og geymslusvæði komið fyrir auk aðstöðu til móttöku spilliefna og starfsmannaaðstöðu. Nýtt svæði fyrir móttöku úrgangs frá almenningi hefur einnig verið skipulagt og verður lóðin endurgerð með sandfangi og olíugildru.