top of page

Urriðaholt - Fyrsta vistvottaða skipulag á ÍslandiSkipulag í Urriðaholti í Garðabæ hefur fengið Breeam Communities vistvottun, en BREEAM er alþjóðlega leiðandi vistvottunarkerfi fyrir byggð, sjá nánar hér case study um Urriðaholtið á vef Breeam. Þar með er staðfest að byggðin í Urriðaholti uppfyllir skilyrði um framúrskarandi skipulag, þar sem unnið hefur verið með sjálfbæra þróun og virðingu fyrir umhverfi og samfélagi að leiðarljósi. Hér hafa margir komið að, en við hjá Alta erum ánægð og stolt af því að hafa fengið að aðstoða Urriðaholt ehf. og Garðabæ við þetta skipulag frá fyrstu tíð og nú við þetta síðasta vistvottunarskref. Á myndinni hér fyrir neðan tekur Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ við staðfestingu á vottun frá Cary Buchanan frá BREEAM Communities.

En hvað þýðir í raun að vera íbúi í vistvottuðu hverfi?

 • Að vel er hugað að lykilþörfum íbúanna.

 • Gönguleiðir í skóla og leikskóla eru stuttar og öruggar.

 • Stutt verður í verslun og aðra þjónustu sem verður miðsvæðis.

 • Hverfið er barnvænt og hentar íbúum á öllum aldri.

 • Fjölbreytt leiksvæði og útivistarsvæði fyrir unga sem aldna.

 • Götur eru öruggar fyrir gangandi og hjólandi, sem hafa forgang fyrir bílum.

 • Hugað að góðum hjólatengingum við allt höfuðborgarsvæðið.

 • Stutt í strætóstoppistöðvar.

 • Hjólastæði í götum og við húsbyggingar.

 • Rafmagnshleðslustæði fyrir rafbíla eru við öll fjölbýlishús.

 • Fjölbreytt framboð húsnæðis, íbúðagerðir og stærðir íbúða.

 • Íbúðarhús við gönguleiðir innan hverfis stuðla að öryggi vegfarenda. Allir íbúar eru á vakt í raun.

 • Hugað að því að rými séu sólrík og skjólsæl.

 • Þægileg útilýsing með lítilli ljósmengun.

 • Fjölbreyttur gróður í almenningsrýmum styrkir vistkerfi innan og utan byggðarinnar.

 • Byggðin getur tekist á við breyttar þarfir framtíðarinnar.


Blágrænar ofanvatnslausnir tryggja gróðurvænt umhverfi og verndun Urriðavatns - í fyrsta sinn á Íslandi. Þær gefa líka einstakt tækifæri fyrir okkur til að skilja hringrás vatns

Vottunin er lokahnykkur á vegferð sem hófst fyrir rúmlega áratug með sameiginlegri ákvörðun Garðabæjar og Urriðaholts ehf. um að þróa nýtt hverfi í Urriðaholti, þar sem fylgt yrði nýjustu alþjóðlegum áherslum í umhverfis- og skipulagsmálum.

Rammaskipulag Urriðaholts hefur áður fengið viðurkenningar vegna áherslna á sviði sjálfbærni, m.a. frá Urban Design Committee og Boston Society of Architects. Það fékk einnig silfurverðlaun fyrir áherslur á lífsgæði í borgarskipulagi frá alþjóðlegu samtökunum LivCom (International Award for Livable Communities), í flokknum “Environmentally Sustainable Projects” og var í úrslitum fyrir Tibbalds verðlaunin, sem eru virt skipulagsverðlaun í Bretlandi.

bottom of page