Nú er lögbýlaskrá opin á vefsja.is
Nýjasta viðbótin á www.vefsja.is er yfirlit yfir hverjir eru eigendur og ábúendur á öllum lögbýlum á Íslandi.
Einföld og fljótleg yfirsýn.
Í vefsjánni fæst yfirsýn fyrir allt landið á einum stað yfir allar skipulagsáætlanir, stjórnsýslumörk, landamerki, ýmsa innviði, upplýsingar um náttúruvernd, náttúrufar og ferðamál, hopun jökla, auk sögulegs efnis og margt fleira áhugavert s.s. yfirlit yfir þróun íbúafjölda í sveitarfélögum og þéttbýlisstöðum.
---
Vefsjáin gefur yfirlit á einum stað yfir ýmis opin gagnasöfn, sem stofnanir ríkisins miðla á sínu sérsviði án endurgjalds. Hún flýtir því fyrir þegar afla þarf upplýsinga um og verið er að fjalla um sveitarstjórnarmál, skipulagsmál, umhverfismál, þróun byggðar, náttúruvernd, ferðamál, skipulagsgerð og ýmsa aðra áætlanagerð, en þetta eru þau fagsvið sem við hjá Alta fáumst við - vefsjá.
Opmerkingen