top of page

Námskeið um blágrænar ofanvatnslausnir

Updated: Feb 1, 2023

Endurmenntun HÍ býður enn og aftur upp á námskeið um blágrænar ofanvatnslausnir í samstarfi við Alta og Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands. Námskeiðið fer fram 7. mars og er ætlað áhugafólki um grænni bæji, hvort sem það eru fagmenn, kjörnir fulltrúar eða almenningur. Nánari upplýsingar um námskeiðið má finna á vef Endurmenntunnar. Námskeiðið hefur verið vinsælt síðustu ár og laðað að sér fjölbreyttan hóp.


Kennarar á námskeiðinu eru Halldóra Hreggviðsdóttir ráðgjafi hjá Alta og Dr. Hrund Ólöf Andradóttir, prófessor í umhverfisverkfræði við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.



Blágrænar ofanvatnslausnir, einnig nefndir blágrænir innviðir eða náttúrurumiðaðar lausnir hafa verið að riðja sér rúm hérlendis síðustu ár. Um er að ræða spennandi og hagkvæma leið við meðferð ofanvatns í byggð og um leið uppbyggingu grænna svæða.


Byggt er á aðferðum náttúrunnar til að leiða ofanvatn sem hefur ýmsan ávinning fyrir grænkun byggðar og stuðlar að heilsusamlegra umhverfi. Gæði vatns og lofts verða betri, líffræðilegur fjölbreytileiki og kolefnisbindingu eykst og þannig er dregið úr áhrifum loftslagsbreytinga á byggð. Blágrænar ofanvatnslausnir eru einn lykilþátta sem hægt er að nýta til að uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna nr. 11, um sjálfbærar borgir og samfélög. Ávinningurinn við innleiðingu blágrænna ofanvatnslusna er margþættur en krefst nýrrar hugsunar og skilning um skipulag byggðar og þverfaglegs samstarfs íbúa og fagfólks. Þessar aðferðir eru orðnar óaðskiljanlegur hluti bæjar- og borgarhönnunar í flestum nágrannalöndum okkar og eru það sem koma skal varðandi meðferð ofanvatn.




Comments


bottom of page