Kostamat og staðarval

Farsælar ákvarðanir byggjast á góðum upplýsingum um það sem máli skiptir 

Alta þekkir vel til þeirra gagna sem fyrir hendi eru og hvernig þeim er breytt í gagnlegar upplýsingar sem veita innsýn í forsendur ákvarðana. 

 

Við gerum fjölbreyttar greiningar á stöðu mála og forsendum fyrirhugaðra verkefna. Jafnframt vinnum við kostagreiningar sem gagnast við ígrundaða ákvörðunartöku. Með því fæst yfirsýn sem getur skipt sköpun við staðarval og mótun framtíðarsýnar.

Greining hagstærða

Greinum hagstærðir í tengslum við byggðaþróun, s.s. íbúafjölda, aldursdreifingu, tegundir húsnæðis og þéttleika. Nýtum landupplýsingar í fjölbreyttar greiningar.

Greining staðaranda

Aðstoðum við greiningu á staðaranda og nýtingu hans við ímyndarsköpun í ferðaþjónustu og við skipulagningu eða hönnun svæða. Aðstoðum einnig við menningar- og umhverfistúlkun svæða, staða eða leiða.

Mat á skipulagskostum

Mat á skipulagskostum er liður í vönduðum undirbúningi fyrir skipulagsákvarðanir, bæði fyrir yfirvöld og íbúa. Við leggjum áherslu á myndræna framsetningu á kortum og teikningum.

Landslags- og sjónlínugreining

Við vinnum landslags- og sjónlínugreiningar í tengslum við hvers konar skipulagsvinnu og mat á umhverfisáhrifum.

Tengd verkefni

Deiliskipulagsgerð fyrir Vestmannaeyjabæ

Björgun - umhverfismat

Jarðvangur - Þróunarsvæði

Græna netið í Reykjavík

Íbúðarhúsnæði á Húsavík

Áhættugreining og aðlögun Reykjavíkurborgar

Sími 582 5000

  • Facebook
  • Instagram
  • Twitter

Alta

Ármúla 32

108 Reykjavík

Ísland

Kt. 630401-3130