top of page

Mörkun svæða

Mark svæðis lýsir þeirri upplifun sem svæði býður upp á, s.s. út frá sérkennum í umhverfi og menningu og þjónustu

Þjónusta Alta getur falist í greiningu á sérkennum og staðaranda svæðis, þ.e. þeim efnivið sem þarf ef marka á svæði, hvort sem það er hverfi, bær, borg, ferðamannastaður, tiltekin landslagseining, sveitarfélag/-félög eða landshluti. 

 

Á eftir getur fylgt skilgreining á marki svæðis og stefnumótun og skipulagsgerð í samræmi við markið.

Atvinna og byggðaþróun

Mörkun svæða er ein leið til styðja við þróun byggðar og atvinnulífs, en hún miðar að því að laða að fjárfestingar, fyrirtæki, vörur, ferðamenn og nýja íbúa. Með því að skilgreina mark svæðis, þróa svæðið m.t.t. atvinnu-, menningar-, umhverfis- og skipulagsmála á grunni þess og miðla síðan markinu til viðeigandi markhópa er leitast við að auka aðdráttarafl svæðis og bæta samkeppnisstöðu þess. Skipulagsáætlanir má vinna út frá þessum vinkli þannig að þær nýtist betur sem verkfæri til byggðaþróunar.

Greining staðar

Greining á sérkennum, staðarsjálfsmynd og staðaranda er því grunnur að skilgreiningu á marki. Slík greining er jafnframt hluti af skipulagsgerð og getur því nýst jafnt sem grundvöllur að marki, sem skipulagi. Skipulag er ennfremur mikilvæg leið til að framfylgja marki því að til þess að mark þjóni tilgangi sínum þarf að tryggja að stefnumótun um þróun og uppbyggingu svæðis taki mið af því og styðji við það.

Alta hefur gefið út bækling um gerð skipulagsáætlana út frá vinkli mörkunar svæða. Verkefnið var styrkt af Rannsóknar- og þróunarsjóði Skipulagsstofnunar. 

945318 (1).jpg
Skáleyjar_og_Flatey_20120623-14.jpg

Tengd verkefni

Aðalskipulag Grundarfjarðar

Forsendugreining fyrir þróunaráætlun KADECO

Þróunarsvæði KADECO við Keflavíkurflugvöll

Stefnumótandi skipulagsgerð
og mörkun svæða

Norðurstrandarleið - The Arctic Coast Way

Katla UNESCO Global Geopark

Deiliskipulag Garðahverfis í Garðabæ

Svæðisskipulag Snæfellsness

Jarðvangur - Þróunarsvæði

bottom of page