Loftslagsmál
Tengd verkefni
Baráttan við loftslagsbreytingar er mikilvægt og flókið viðfangsefni sem teygir anga sína víða
Skipulagsáætlanir eru eitt sterkasta tækið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og áhrifum loftslagsbreytinga á byggð og samfélag.
Viðfangsefnin fela m.a. í sér umhverfisvænar áherslur í skipulagi sem hafa í för með sér jákvæð áhrif á lýðheilsu, göngu- og hjólavænt umhverfi, gróður í byggð, góða nýtingu lands og verndarsvæða, endurheimt votlenda, skipulag skógræktar, blágrænar ofanvatnslausnir, förgun úrgangs og verndun líffræðilegrar fjölbreytni, svo eitthvað sé nefnt.
Hjá Alta er mikil þekking á loftslagsmálum í víðu samhengi. Við aðstoðum við að greina helstu áhættuþætti vegna loftslagsáhrifa, leggjum til leiðir til að bregðast við þeim og hvernig má lágmarka kolefnisfótspor.