top of page

Blágrænar ofanvatnslausnir

Með blágrænum ofanvatnslausnum nýtum við leiðir náttúrunnar við meðferð vatns innan byggðar

Alta hefur verið leiðandi í innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna (e. SUDS Sustainable Drainage Systems) hérlendis. Þær eru umhverfisvænni leið til að meðhöndla vatn innan byggðar. Við leiðbeinum við mótun, skipulag og útfærslu blágrænna ofanvatnslausna.

Hröð þróun

Blágrænar ofanvatnslausnir ryðja sér nú hratt til rúms í nágrannalöndum okkar sem einfaldari og ódýrari lausnir við meðferð ofanvatns. Innleiðing þeirra er einnig lykilatriði sem viðbragð við loftslagsbreytingum, bæði til að auka getu byggðar til að takast á við meiri öfgar í veðurfari og jafnframt að minnka umhverfisáhrif hennar.

 

Reynslan hefur sýnt að blágrænar ofanvatnslausnir auka viðnámsþrótt hins byggða umhverfis gegn aukinni úrkomu sem fylgir loftslagsbreytingum, bæta umhverfisgæði og geta haft minni kostnað í för með sér en hefðbundnar regnvatnslagnir.

Blágrænar ofanvatnslausnir

Frumkvöðlastarf á Íslandi

Alta hefur verið leiðandi í innleiðingu blágænna ofanvatnslausna hérlendis. Alta kom m.a. að skipulagi Urriðholts sem er fyrsta hverfið á Íslandi þar sem blágrænum ofanvatnslausnum er beitt.​

Alta hefur útbúið leiðbeiningabækling um blágrænar regnvatnslausnir sem einkum er ætlaður íbúum og sveitarstjórnarfólki sem vill kynna sér kosti þeirra. Auk þess unnum við vef og leiðbeiningar um blágrænar ofanvatnslausnir með Reykjavíkurborg og Veitum.

Blágrænar ofanvatsnalausnir í Urriðaholti
blágrænar ofavatnslausnir.jpg

Tengd verkefni

Gönguvænn og blágrænn Grundarfjörður

Urriðaholt í Garðabæ - Rammaskipulag

Blágrænar ofanvatnslausnir í Reykjavík

Leiðbeiningabæklingur um blágrænar ofanvatnslausnir

Aðalskipulag Grundarfjarðar

Blikastaðaland - forsögn að rammaskipulagi

Deiliskipulag Kauptúns í Garðabæ

Deiliskipulagsgerð í Urriðaholti

bottom of page