Svæðisskipulag
Svæðisskipulag getur verið heppileg leið fyrir sveitarfélög til að stilla saman strengi
Svæðisskipulag er stefnumótandi áætlun nokkurra sveitarfélaga þar sem sett er fram sameiginleg framtíðarsýn og markmið til að ná þeirri sýn fram.
Alta tekur að sér að verkstýra og móta svæðisskipulag í heild sinni með sveitarstjórnum eða sinnir tilteknum þáttum við svæðisskipulagsgerðina.
Mikil reynsla
Hjá Alta er mikil reynsla af gerð svæðisskipulaga og greiningu á forsendum. Aðeins 6 svæðisskipulög eru í gildi á Íslandi og kom Alta að þremur þeirra. Svæðisskipulag Snæfellsness og svæðisskipulag Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar voru mótuð undir leiðsögn okkar. Alta sá einnig um gerð umhverfisskýrslu fyrir svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins.

Efling byggðar
Svæðisskipulagsverkefnin hafa m.a. snúist um að styrkja atvinnulíf og byggð með því að greina tækifæri sem búa í auðlindum og sérkennum svæðis og móta á þeim grunni markmið í atvinnumálum, samfélagsmálum og umhverfismálum og síðan skipulagsstefnu sem styður við þau.
.jpg)
Góð verkefnastjórn
Svæðisskipulagsgerð snýst um góða yfirsýn og aðkomu margra aðila. Þær krefjast því ekki síst góðrar verkefnastjórnunar með skýrri tímalínu og virðingu fyrir skipulagsferlinu.
