Umhverfismat

Umhverfismati er ætlað að stuðla því að tekið sé tillit til umhverfissjónarmiða við mótun stefnu eða áætlunar og við útfærslu framkvæmda

Við hjá Alta höfum áratugareynslu af mati á umhverfisáhrifum, námskeiðshaldi því tengdu og höfum komið að gerð leiðbeininga í því efni fyrir Skipulagsstofnun. 

 

Við leggjum áherslu á markvisst matsferli, vinsun á mikilvægustu umhverfisþáttunum og gott samstarf við lykil hagsmunaaðila.

Umhverfismat áætlana

Matið felst í að gera grein fyrir líklegum áhrifum áætlunar á einstaka umhverfis- og samfélagsþætti og síðan þá alla í heild sinni.

 

Mikilvægt er að samtvinna matið við forsendugreiningu og stefnumótun til að forðast tvíverknað og tryggja að matið nýtist sem best við ákvarðanatöku

Umhverfismat framkvæmda

Mati á umhverfisáhrifum framkvæmda er ætlað að draga eins og kostur er úr neikvæðum áhrifum þeirra.  

Við mat á umhverfisáhrifum er góð yfirsýn og skilningur á heildar samhengi framkvæmdar og umhverfis gríðarlega mikilvægt til að tryggja sem hagfelldasta útkomu fyrir umhverfi og samfélag. Samspil við skipulagsáætlanir og stefnumörkun stjórnvalda er einnig mikilvægur þáttur að horfa til. ​

Landupplýsingar og umhverfismat
Landupplýsingar og umhverfismat
Vefsjá - greiningar - umhverfismat

Tengd verkefni

Brennslu- og orkunýtingarstöð í Vestmannaeyjum

Deiliskipulagsgerð fyrir Vestmannaeyjabæ

Hafsvæði í Fjarðabyggð

Brú yfir Fossvog

Höfuðborgarsvæðið - umhverfismat

Björgun - umhverfismat

Efnistaka af hafsbotni

Efnistökusvæði á hafsbotni í Fjarðabyggð