top of page

Aðalskipulag

Alta hefur langa reynslu af gerð aðalskipulags með sveitarfélögum

Við leggjum áherslu á að skipulagið nýtist sem stjórntæki fyrir hagkvæma og vistvæna þróun umhverfis, atvinnu og byggðar.

 

Sérstaða Alta liggur m.a. í góðri yfirsýn og þekkingu ráðgjafa, samráði og virkri miðlun gagna til íbúa, atvinnulífs og kjörinna fulltrúa t.d. með vefsjám.

Öll aðalskipulög sem Alta hefur unnið síðustu ár eru stafræn aðalskipulög í opnum hugbúnaði. Sjá hér dæmi um vefsjá sem við gerðum fyrir Vestmannaeyjabæ við vinnslu aðalskipulags.

Framtíðarsýn sveitarfélags

Aðalskipulagsáætlanir eru mikilvæg stefnumótun til að raungera framtíðarsýn hvers sveitarfélags fyrir sig. Mikilvægt er að stefnan endurspegli vel tækifæri og áskoranir á hverjum stað, sé gerð í góðu samstarfi við kjörna fulltrúa og íbúa og að ferlið sé gegnsætt og lýðræðislegt.

Stafrænt skipulag

Öll aðalskipulög Alta eru stafræn sem þýðir að gögnin sem verða til í skipulagsgerðinni eru lifandi og gagnvirk. Uppdráttur aðalskipulagsins öðlast nýja vídd, í stað þess að vera bara teikning á blaði verður til gagnagrunnur sem nýtist sveitarfélaginu áfram í margvíslegu samhengi.

Stafrænu gögnin gefa líka færi á auknu gegnsæi og betra aðgengi almennings að aðalskipulagsgerðinni með vefsjá, sem er aðgengileg íbúum hvar sem er. Íbúar geta þannig hæglega kynnt sér aðalskipulagið á vinnslustigi og haft áhrif á mótun skipulagsins með skilvirkari hætti en áður.

Tengsl við aðrar áætlanir

Mikilvægt er að stefna aðalskipulags sé í góðu samræmi við aðra áætlanagerð, hvort sem það eru svæðisbundnar áætlanir, landsskipulagsstefnu eða alþjóðleg stefna á borð við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Framtíðarsýnin sem birtist í aðalskipulagi er þannig einnig tæki til að ná fram jákvæðum samfélagslegum breytingum sem hafa áhrif jafnt út á við sem inn á við.

Góð verkefnastjórn

Aðalskipulagsáætlanir krefjast ekki síst góðrar verkefnastjórnunar með skýrri tímalínu og skilningi á mikilvægi ferlisins sjálfs.

Loftmynd-landakotstún
Stafrænt aðalskipulag Eyja- og miklaholtshreppur
heimsmarkmið sameinuðuþjóðanna

Tengd verkefni

Gönguvænn og blágrænn Grundarfjörður

Aðalskipulag Grundarfjarðar

Aðalskipulag Eyja- og Miklaholtshrepps

Miðbær Akureyrar - Rammahluti aðalskipulags

Miðbær Húsavíkur - Rammahluti aðalskipulags

Hugmyndasamkeppni um miðbæ Akureyrar

Aðalskipulag Vestmannaeyja

Aðalskipulag Seltjarnarness

Yfirsýn um skipulagsáætlanir og skipulagsmál

Brú yfir Fossvog

Hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar

Aðalskipulag Norðurþings

bottom of page