top of page

Rammaskipulag

Rammaskipulag er stefna fyrir hverfi, bæjarhluta eða tiltekinn málaflokk

Oft er of langt bil milli heildarsýnarinnar sem aðalskipulag gefur og smásjármyndarinnar sem birtist í deiliskipulagi. Rammaskipulag fyllir inn í þetta bil og getur t.d. sett fram sýn fyrir heilt hverfi og hvernig það virkar, innbyrðis og sem hluti af borg eða bæ.

Yfirsýn

Með rammskipulagi fæst yfirsýn yfir mikilvæg þróunarsvæði með skýrri stefnu sem gefur tóninn fyrir þróun svæðisins. Oft eru rammaskipulög gerð fyrir þróun nýrra hverfa eins og gert var í Urriðholti í Garðabæ. Annað dæmi getur verið heilt hverfi, eins og Ásbrú í Reykjanesbæ eða rótgróið miðbæjarsvæði sem er mikilvægt fyrir heildarsamhengi byggðar. 

Ólíkar útfærslur

Stundum er rammaskipulag sett fram einungis sem leiðbeinandi áætlun sem síðan er útfærð nánar í deiliskipulagi. Einnig er hægt að festa stefnuna að hluta til eða heilu lagi í aðalskipulagi sveitarfélaga sem kallast þá rammahluti aðalskipulags og fær þá meira vægi.

 

Rammaskipulag getur líka verið vettvangur greiningar og stefnumótunar um tiltekinn málaflokk, t.d. ferðaþjónustu, sem gæti þá náð til samspils áfangastaða, ferðaleiða, þjónustu og náttúruverndar. Rammaskipulagið getur verið sjálfstæð stefnumörkun samstarfsaðila úr ólíkum áttum, án beinnar tengingar við ákvæði skipulagslaga. Það getur líka birst sem rammahluti aðalskipulags - eða hvort tveggja.

Rammaskipulag Urriðaholts
asbru_fyrir_alla.JPG
Rammaskipulag Urriðaholts - grænir geirar
Rammaskipulag

Tengd verkefni

Ásbrú - Rammaskipulag og greiningar

Aðalskipulag Grundarfjarðar

Blikastaðaland - forsögn að rammaskipulagi

Yfirsýn um skipulagsáætlanir og skipulagsmál

Miðbær Akureyrar - Rammahluti aðalskipulags

Hugmyndasamkeppni um skipulag Vatnsmýrarinnar

Urriðaholt í Garðabæ - Rammaskipulag

Forsendugreining fyrir þróunaráætlun KADECO

Gönguvænn og blágrænn Grundarfjörður

Miðbær Húsavíkur - Rammahluti aðalskipulags

Lyngás - Rammaskipulag

Hugmyndasamkeppni um Kársnes

bottom of page