top of page

Stafrænt skipulag

Stafrænt skipulag snýst um það að afmarkanir á skipulagsuppdrætti komi fram sem landupplýsingar

Margvíslegar upplýsingar um innviði, náttúrufar, staðhætti, minjar, stjórnsýslumörk og fleira eru nú aðgengilegar sem landupplýsingar, þ.e. kortagögn. Með stafrænu skipulagi verða upplýsingar um afmarkanir í skipulagi aðgengilegar á sama hátt.

Markviss miðlun gagna

Með samræmdu fyrirkomulagi allra gagna um t.d. aðalskipulag má auðveldlega útbúa aðalskipulagsuppdrátt landsins alls og setja skipulagákvæðin í samhengi við aðrar upplýsingar, t.d. þær sem nefndar voru hér að ofan. Þetta er líka forsenda markvissrar miðlunar, t.d. í vefsjám. Stafrænt skipulag auk vefsjáa og kortagerðar eru jafnframt mikilvæg tæki til stefnumótunar í nútímasamfélagi.

Stafræn aðalskipulög

Alta hefur undanfarin ár unnið öll aðalskipulög með þessum hætti og hefur af því mjög góða reynslu. Alta hefur einnig aðstoðað Skipulagsstofnun við mótun hugmynda um fyrirkomulag og innleiðingu.

Stafrænt aðalskipulag Vestmannaeyja

Tengd verkefni

Aðalskipulag Vestmannaeyja

Námskeið um landupplýsingar

Aðalskipulag Seltjarnarness

Aðalskipulag Grundarfjarðar

Aðstoð við innleiðingu stafræns skipulags

Aðalskipulag Eyja- og Miklaholtshrepps

bottom of page